top of page

Jungkook eða Jeon Jung Kook er einn af aðal söngvurunum, einn af aðal dönsurunum, auka rappari og er yngstur í BTS. Hann fæddist

1. september árið 1997 í Busan í Suður-Kóreu. Jungkook fór fyrst að heiman 13 ára gamall og tók þátt í keppni sem heitir Superstar K til að reyna að láta drauminn sinn um að verða söngvari að veruleika. Hins vegar komst hann ekki langt í keppninni. Eftir að hafa sést á Superstar K, fékk hann tilboð frá sjö mismunandi tónlistar útgefendum. Hann ákvað að velja Big Hit Entertainment; þar sem hann sá Namjoon rappa í eigin persónu, það var ástæðan fyrir vali hans fyrir því fyrirtæki. Þegar hann var 14 ára, var hann sendur til Los Angeles til dansþjálfunnar vegna þess að stjórinn þeirra sagði að hann dansaði án tilfinninga, það þurfti að kenna honum það og hann lærði einnig mismunandi dansstíla. Bang Si Hyuk, framleiðandi og forstjóri BTS, nefndi að Jungkook hætti næstum við að vera hluti af hópnum vegna þess hversu feiminn, rólegur og þreyttur hann var. Hann var svo feiminn að þegar hann var beðinn um að syngja að þá færi hann að gráta. Hann skrifaði undir útgáfusamning við Big Hit Entertainment og varð BTS meðlimur í 8. Bekk. Jungkook gaf út fyrsta lagið með BTS 13. júní 2013 15 ára gamall. Sóló lagið hans Jungkook á plötunni ‘Wings’ heitir "Begin" sem fjallar um hvernig honum líður þegar að félögum hans líður illa. Jungkook nefndi að honum finnst erfitt að tjá og skrifa um tilfinningar sínar og fékk því Namjoon (RM) til að hjálpa sér við að semja lagið.

Jungkook

bottom of page